Erlent

Írak: Fá borgað fyrir hverja árás

Það er græðgi en ekki hugsjón sem knýr uppreisnarmenn í Írak til ódæðisverka. Þetta er álit hershöfðingja Bandaríkjamanna í Írak sem segir fyrrverandi stjórnarmenn úr Baath-flokki Saddams Hussein borga uppreisnarmönnum á bilinu sjö til tíu þúsund krónur fyrir hverja árás. Hershöfðinginn segir að í yfirheyrslum yfir uppreisnarmönnum hafi komið í ljós að oftar en ekki væri eina ástæða þess að þeir gerðu árásir sú að fyrir þær væri borgað. Hann segir þá sem borga fyrir árásirnar hafa aðsetur í Sýrlandi en segist þó ekki hafa neinar upplýsingar um að þarlend stjórnvöld eigi beinan hlut að máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×