Bjarni horfir til Noregs 20. september 2005 00:01 Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Sjá meira
Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti