Menning

Veðurguðirnir ákveða daginn

"Ef þetta hret hefði ekki komið væri töluvert af fólki búið að skipta um dekk, en af því að þetta dróst aðeins verður smá hasar í nokkar vikur. Um miðjan maí eru flestir komnir á þau dekk sem þeir ætla að keyra á í sumar," segir Trausti Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dekkjalagersins. Hann segir allflesta vera á nagaldekkjum enda geti ekkert leyst naglana af hólmi. "Hversu súrt sem það er fyrir umhverfið og göturnar er ekkert sem er jafnöruggt og naglar þegar keyrt er á ísingu," segir Trausti Þór. Flesta segir hann setja undir bílinn ný sumardekk eða dekk sem þeir eiga fyrir og ef nagladekkin eru orðin slöpp og ekki útlit fyrir að þau dugi næsta vetur er hægt að tína úr þeim naglana og keyra á þeim. Hvað varðar endingu á dekkjum segir hann að það fari alfarið eftir tegund og gæðum dekkjana. "Til eru margar gerðir af dekkjum og gæðaflokkarnir margir, en fólk ætti að passa sig á að velja ekki dekk eingöngu eftir verði því það er ekki aðeins verið að kaupa dekk heldur líka að kaupa kílómetra. Auk þess verða þau að vera örugg og ekki mikill hávaði í þeim. Stundum borgar sig ekki að spara einhverja fimmhundruðkalla því þegar upp er staðið er það kannski enginn sparnaður," segir Trausti Þór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.