Zola hættur

Einn skemmtilegasti knattspyrnumaður undanfarinna ára, Ítalinn Gianfranco Zola, tilkynnti í morgun að hann væri hættur í boltanum. Zola verður 39 ára í næsta mánuði og lék síðast með Cagliari á Ítalíu. Hann lék í 7 ár með Chelsea og varð tvisvar bikarmeistari með liðinu og auk þess einu sinni Evrópumeistari þegar Chelsea sigraði í Evrópukeppni félagsliða 1998. Áður en Zola fór til Chelsea lék hann með Napoli og Parma. Hann lék 35 landsleiki á ferlinum sem spannaði 21 ár.