Seattle 2 - Sacramento 1 30. apríl 2005 00:01 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig. NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig.
NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti