Erlent

Beindi flugvél inn á lokaða braut

Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. Stjórnendur flugvallarins eru furðu lostnir yfir gleymsku flugumferðarstjórans, sem ku ekki hafa verið á vakt síðan áður en brautinni var lokað. Sautján aðrir flugumferðarstjórar voru hins vegar á vakt sem höfðu einnig gleymt lokuninni. Allir verða þeir sendir í endurmenntun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×