Erlent

Huga aftur að auðgun úrans

MYND/AP
Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa reynt að miðla málum en samningaviðræður við Írana hafa ekki skilað árangri, en Íranar gerðu hlé á framleiðslu kjarnorkueldsneytis í nóvember í fyrra vegna viðræðnanna. Stjórnmálaskýrendur telja nú líklegt að Bandaríkjamenn þrýsti á að mál Írana fari fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og að hugsanlega verði þar farið fram á refsiaðgerðir gegn Írönum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×