Endurupptaka ekki útilokuð 22. febrúar 2005 00:01 Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997. Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997.
Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira