LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR! 25. maí 2005 00:01 Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Dudek tók gamla markvörð Liverpool, Bruce Grobbelear til fyrirmyndar og dansaði á marklínunni þegar leikmenn AC Milan tóku sínar spyrnur. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu og virtist hafa gert út um leikinn. Steven Gerrard og Vladimir Smicer minnkuðu muninn fyrir Liverpool í 2-3 með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. Xabi Alonso jafnaði svo 3-3 úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu. Vítaspyrnukeppnin þróaðist á eftirfarandi hátt: AC Milan - Serginho 0-0 Yfir markið Liverpool - Dietmar Hamann 0-1 AC Milan - Andrea Pirlo 0-1 Dudek ver Liverpool - Cisse 0-2 AC Milan - Tomasson 1-2 Liverpool - Riise 1-2 Dida ver AC Milan - Kaka 2-2 Liverpool - Smicer 2-3 AC Milan - Schevchenko 2-3 Dudek ver - Liverpool sigrar vítakeppnina 2-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool skipti öllum varamönnunum sínum þremur inn á í venjulegum leiktíma. Sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell en hann fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Dudek tók gamla markvörð Liverpool, Bruce Grobbelear til fyrirmyndar og dansaði á marklínunni þegar leikmenn AC Milan tóku sínar spyrnur. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu og virtist hafa gert út um leikinn. Steven Gerrard og Vladimir Smicer minnkuðu muninn fyrir Liverpool í 2-3 með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. Xabi Alonso jafnaði svo 3-3 úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu. Vítaspyrnukeppnin þróaðist á eftirfarandi hátt: AC Milan - Serginho 0-0 Yfir markið Liverpool - Dietmar Hamann 0-1 AC Milan - Andrea Pirlo 0-1 Dudek ver Liverpool - Cisse 0-2 AC Milan - Tomasson 1-2 Liverpool - Riise 1-2 Dida ver AC Milan - Kaka 2-2 Liverpool - Smicer 2-3 AC Milan - Schevchenko 2-3 Dudek ver - Liverpool sigrar vítakeppnina 2-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool skipti öllum varamönnunum sínum þremur inn á í venjulegum leiktíma. Sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell en hann fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf)
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira