Rjúpnaveiði hefst að nýju 27. janúar 2005 00:01 Rjúpnaveiði hefst að nýju næsta haust ef frumvarp Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra verður að lögum. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu er lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka rjúpnaveiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að hann geti við tilteknar aðstæður sett á sölubann. Sumarið 2003 ákvað Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að friða rjúpu til yfirstandandi árs vegna bágs ástands stofnsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að við talningu á rjúpu síðastliðið vor hafi komið í ljós að stofninn hafi tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Þetta bendi til þess að mögulegt sé að stunda takmarkaðar veiðar. Með tillögu umhverfisráðherra er ætlunin að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný til þess að ekki þurfi að grípa aftur til veiðibanns. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, átti sæti í nefnd sem undirbjó frumvarpið. Hann telur það til mikilla bóta og það auðveldi veiðistjórnun. Hann segir að með frumvarpinu sé reynt að koma í veg fyrir veiðar atvinnumanna með því að opna möguleika á sölubanni. "Það skiptir mestu að hægt sé að banna sölu til verslana og veitingahúsa. Það eru að vísu margir sem telja að salan færist þá á svartan markað en samkvæmt athugun okkar á framkvæmd sölubanns á gæsum og villtum laxi í Bandaríkjunum og Skotlandi virðist sem slíkt bann geti verið árangursríkt." Sigmar segir um 500 veiðimenn, eða um tíu prósent skotveiðimanna, hafi veitt um helming rjúpna sem veiddur var á landinu. "Það hlutfall gengur ekki upp. Rjúpnaveiðar eiga að vera frístundaveiðar en ekki atvinna. Ætlunin er að koma á sölubanni við tilteknar aðstæður, það er þegar stofninn er talinn veikur en ekki er talin ástæða til þess þegar hann er sterkur. Sigmar segir þennan möguleika gera umhverfisráðherra auðveldara að grípa inn í með verndaraðgerðum þegar þess reynist þörf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Rjúpnaveiði hefst að nýju næsta haust ef frumvarp Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra verður að lögum. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu er lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka rjúpnaveiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að hann geti við tilteknar aðstæður sett á sölubann. Sumarið 2003 ákvað Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að friða rjúpu til yfirstandandi árs vegna bágs ástands stofnsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að við talningu á rjúpu síðastliðið vor hafi komið í ljós að stofninn hafi tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Þetta bendi til þess að mögulegt sé að stunda takmarkaðar veiðar. Með tillögu umhverfisráðherra er ætlunin að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný til þess að ekki þurfi að grípa aftur til veiðibanns. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, átti sæti í nefnd sem undirbjó frumvarpið. Hann telur það til mikilla bóta og það auðveldi veiðistjórnun. Hann segir að með frumvarpinu sé reynt að koma í veg fyrir veiðar atvinnumanna með því að opna möguleika á sölubanni. "Það skiptir mestu að hægt sé að banna sölu til verslana og veitingahúsa. Það eru að vísu margir sem telja að salan færist þá á svartan markað en samkvæmt athugun okkar á framkvæmd sölubanns á gæsum og villtum laxi í Bandaríkjunum og Skotlandi virðist sem slíkt bann geti verið árangursríkt." Sigmar segir um 500 veiðimenn, eða um tíu prósent skotveiðimanna, hafi veitt um helming rjúpna sem veiddur var á landinu. "Það hlutfall gengur ekki upp. Rjúpnaveiðar eiga að vera frístundaveiðar en ekki atvinna. Ætlunin er að koma á sölubanni við tilteknar aðstæður, það er þegar stofninn er talinn veikur en ekki er talin ástæða til þess þegar hann er sterkur. Sigmar segir þennan möguleika gera umhverfisráðherra auðveldara að grípa inn í með verndaraðgerðum þegar þess reynist þörf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira