Er málfrelsi á netinu takmarkað? Guðmundur Magnússon skrifar 27. janúar 2005 00:01 Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun