Vilja flýta landsfundi enn frekar 27. janúar 2005 00:01 Tveir þingmanna Samfylkingarinnar segja að flýta eigi landsfundi flokksins enn frekar svo að langur slagur um formannsembættið skaði ekki flokkinn. Formannsefnin gefa ekki upp hvað þeim finnst um þessi áform. Atburðarrás undanfarinna daga innan Samfylkingarinnar sýnir svo ekki verður um villst að formannsslagurinn er hafin af fullum þunga. Landsfundi flokksins var fyrir skemmstu flýtt fram í maí. Nú heyrast þær raddir innan flokksins að flýta þurfi landsfundinum enn frekar eigi flokkurinn ekki að bera skaða af langri baráttu um formannsembætti. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Mörður Árnason að framkvæmdastjórn flokksins ætti að setjast niður aftur og velta fyrir sér hvort ekki ætti að flýta landsfundinum enn þá meira, um mánuð eða einn og hálfan í viðbót. Fjórir mánuðir í kosningabaráttu innan flokksins væri ekki skynsamleg leið. Helgi Hjörvar er sama sinnis. Hann sagði í Íslandi í dag á þriðjudaginn að kosningabaráttan ætti að taka miklu styttri tíma en fjóra mánuði, með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu og Össuri, því alls konar hættur væru á leiðinni. Kosið væri í póstkosningu þar sem væru á annan tug þúsunda kjósenda. Þekkt væru mál sem komið hefðu upp í prófkjörum víða um landið um framkvæmd kosninga og þau gætu orðið erfið og viðkvæm og þar gæti fólk hlaupið fram með alls kyns óheppilegar yfirlýsingar eins og gerst hefði í upphafi kosningabaráttunnar. Margt á þessu tímabili gæti skaðað flokkinn og því væri það skoðun hans að farsælast væri að hefja kosningu í mars og ljúka henni í þeim mánuði. Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagðist Ingibjörg Sólrún ekki tilbúin til þess að svara því á þessum tímapunkti hvort sér þætti rétt að flýta landsfundinum. Rétt væri að hafa í huga að ferlið allt fram að kosningum væri tímafrekt en hins vegar væri hún alltaf opin fyrir hugmyndum. Össur Skarphéðinsson vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Tveir þingmanna Samfylkingarinnar segja að flýta eigi landsfundi flokksins enn frekar svo að langur slagur um formannsembættið skaði ekki flokkinn. Formannsefnin gefa ekki upp hvað þeim finnst um þessi áform. Atburðarrás undanfarinna daga innan Samfylkingarinnar sýnir svo ekki verður um villst að formannsslagurinn er hafin af fullum þunga. Landsfundi flokksins var fyrir skemmstu flýtt fram í maí. Nú heyrast þær raddir innan flokksins að flýta þurfi landsfundinum enn frekar eigi flokkurinn ekki að bera skaða af langri baráttu um formannsembætti. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Mörður Árnason að framkvæmdastjórn flokksins ætti að setjast niður aftur og velta fyrir sér hvort ekki ætti að flýta landsfundinum enn þá meira, um mánuð eða einn og hálfan í viðbót. Fjórir mánuðir í kosningabaráttu innan flokksins væri ekki skynsamleg leið. Helgi Hjörvar er sama sinnis. Hann sagði í Íslandi í dag á þriðjudaginn að kosningabaráttan ætti að taka miklu styttri tíma en fjóra mánuði, með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu og Össuri, því alls konar hættur væru á leiðinni. Kosið væri í póstkosningu þar sem væru á annan tug þúsunda kjósenda. Þekkt væru mál sem komið hefðu upp í prófkjörum víða um landið um framkvæmd kosninga og þau gætu orðið erfið og viðkvæm og þar gæti fólk hlaupið fram með alls kyns óheppilegar yfirlýsingar eins og gerst hefði í upphafi kosningabaráttunnar. Margt á þessu tímabili gæti skaðað flokkinn og því væri það skoðun hans að farsælast væri að hefja kosningu í mars og ljúka henni í þeim mánuði. Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagðist Ingibjörg Sólrún ekki tilbúin til þess að svara því á þessum tímapunkti hvort sér þætti rétt að flýta landsfundinum. Rétt væri að hafa í huga að ferlið allt fram að kosningum væri tímafrekt en hins vegar væri hún alltaf opin fyrir hugmyndum. Össur Skarphéðinsson vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira