Segir við orkufyrirtækin að sakast 27. janúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira