Phoenix 3 - Dallas 2 19. maí 2005 00:01 Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. Nash, sem skoraði 48 stig í fjórða leiknum, átti enn einn stórleikinn í seríunni gegn veikri vörn Dallas og þó hann skoraði minna í nótt, lét hann til sín taka á fleiri sviðum leiksins í þetta sinn. Hann skoraði 34 stig, hirti 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, sem var hans þriðja þrenna á ferlinum og sú fyrsta í úrslitakeppni. Reynsluboltinn Jimmy Jackson hjá Phoenix skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum og Amare Stoudemire fylgdi eftir döprum síðasta leik og skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst í síðari hálfleiknum einum saman. Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Dallas í nótt, með 34 stig og lið hans hafði undirtökin fram undir miðjan leik, þegar Suns tóku mikla rispu og gerðu út um leikinn. "Hann á titilinn verðmætasti leikmaðurinn fyllilega skilinn eftir að maður sér hann leika svona, við reyndum allt sem við gátum til að finna svar við honum, en allt kom fyrir ekki," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas um stórleik Steve Nash. "Hann er harður snáði," bætti Nowitzki við um vin sinn. "Ég bjóst við að fá mörg opin skot í leiknum eins og síðast. Ég er ein af betri skyttum í liðinu svo ég verð að skjóta þegar ég fæ tækifæri og ég geri það líka," sagði Nash, sem fékk að vaða uppi í vítateig Dallas eins og í fjórða leiknum, því mikil áhersla var lögð á að stöðva Amare Stoudemire. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 34 stig (10 frák), Josh Howard 19 stig (10 frák), Jason Terry 17 stig (8 stoðs), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Steve Nash 34 stig (13 frák, 12 stoðs), Amare Stoudemire 33 stig (18 frák), Jimmy Jackson 21 stig, Shawn Marion 16 stig (10 frák), Quentin Richardson 7 stig. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. Nash, sem skoraði 48 stig í fjórða leiknum, átti enn einn stórleikinn í seríunni gegn veikri vörn Dallas og þó hann skoraði minna í nótt, lét hann til sín taka á fleiri sviðum leiksins í þetta sinn. Hann skoraði 34 stig, hirti 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, sem var hans þriðja þrenna á ferlinum og sú fyrsta í úrslitakeppni. Reynsluboltinn Jimmy Jackson hjá Phoenix skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum og Amare Stoudemire fylgdi eftir döprum síðasta leik og skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst í síðari hálfleiknum einum saman. Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Dallas í nótt, með 34 stig og lið hans hafði undirtökin fram undir miðjan leik, þegar Suns tóku mikla rispu og gerðu út um leikinn. "Hann á titilinn verðmætasti leikmaðurinn fyllilega skilinn eftir að maður sér hann leika svona, við reyndum allt sem við gátum til að finna svar við honum, en allt kom fyrir ekki," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas um stórleik Steve Nash. "Hann er harður snáði," bætti Nowitzki við um vin sinn. "Ég bjóst við að fá mörg opin skot í leiknum eins og síðast. Ég er ein af betri skyttum í liðinu svo ég verð að skjóta þegar ég fæ tækifæri og ég geri það líka," sagði Nash, sem fékk að vaða uppi í vítateig Dallas eins og í fjórða leiknum, því mikil áhersla var lögð á að stöðva Amare Stoudemire. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 34 stig (10 frák), Josh Howard 19 stig (10 frák), Jason Terry 17 stig (8 stoðs), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Steve Nash 34 stig (13 frák, 12 stoðs), Amare Stoudemire 33 stig (18 frák), Jimmy Jackson 21 stig, Shawn Marion 16 stig (10 frák), Quentin Richardson 7 stig.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira