Viðskipti innlent

Aukin hætta á launaskriði

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hefur lækkað úr 3,1 prósenti í 2,3 prósent á einu ári. Vegvísir Landsbankans bendir á að reynslan síðasta áratuginn sýni að ekki séu dæmi um að saman geti farið atvinnuleysi undir tveimur prósentum og verðbólga undir fjórum prósentum. Nú þegar atvinnuleysið sé komið niður að tveggja prósenta mörkunum aukist hættan á því að launaskrið aukist verulega. Telja Landsbankamenn að þetta ýti undir frekari vaxtahækkanir Seðlabankans og stýrivextir gætu því verið komnir í 10 prósent í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×