Erlent

Yfirgefa ekki Írak í bráð

Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt. Flokksfélagar Jafaariz segja ástandið í Írak þess eðlis að ekki sé rétt að hugsa um að fækka í herliðinu þar nándar nærri strax. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að 10 til 12 ár geti liðið áður en friður komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×