Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alan Smith kom Manchester United yfir gegn Charlton á útivelli með marki á 37. mínútu. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Portsmouth, Zenden og Cissé skoruðu mörkin.
Í hinum þremur leikjunum er staðan enn markalaus, en það eru leikir Chelsea og Charlton, Manchester City og Blackburn og svo viðureign Sunderland og Aston Villa.