Harka í þýsku kosningabaráttunni 13. ágúst 2005 00:01 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira