Ofsaveður á Hellisheiði 19. janúar 2005 00:01 Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira