Hlýnunin að verða óumflýjanleg 24. janúar 2005 00:01 Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni. Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira