Viðskipti innlent

Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims

Bandaríkin fremst. Ísland er í fjórða sæti yfir ríki sem standa fremst í upplýsinga- og fjarskipatækni.
Bandaríkin fremst. Ísland er í fjórða sæti yfir ríki sem standa fremst í upplýsinga- og fjarskipatækni.

Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára.

Í þriðja skipti á fimm árum eru Bandaríkin í efsta sæti listans, sem það ríki sem stendur fremst í upplýsinga- og fjarskiptatækni, en Singapúr og Danmörk koma í næstu sætum á eftir. Finnland er í 5. sæti, Svíþjóð í 8. sæti og Noregur í því 13.

Stofnunin leggur ýmsa þætti til grundvallar við sínar mælingar, til dæmis hversu fljót ríki eru að tileinka sér tækninýjunar, fjárfestingar í upplýsingatækni, útbreiðslu netsins og farsíma, gæðum raungreinakennslu, stöðu upplýsingatækni í menntakerfi og atvinnulífi.

Skýrslan sýnir glöggt að Norðurlöndin og Asía standa fremst hvað upplýsingatækni varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×