Viðskipti innlent

Moodys segir stöðuna góða

Matsfyrirtækið Moody's segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands. Í skýrsku sem fyrirtækið birti í gær er komist að þeirri niðurstöðu að landið standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem gætt hefur í viðskipta- og fjármálaumhverfinu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa.

"Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuldsetningu hagkerfisins, þá hefur Ísland hæstu lánshæfiseinkunn okkar og horfurnar eru stöðugar. Við teljum að áhyggjur sem nýverið hafa fram komið séu orðum auknar," segir Joan Feldbaum-Vidra, höfundur skýrslunnar hjá Moody's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×