Körfubolti

Wade skyggði algjörlega á Kobe

Einvígi Dwayne Wade og Kobe Bryant í viðureign Miami og LA Lakers í NBA-deildinni í nótt náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Það er skemmst frá því að segja að Bryant kolféll á prófinu á meðan Wade blómstraði í sannfærandi 101-85 sigri Miami.

Wade skoraði 40 stig, gaf 11 stoðsendingar og var með framúrskarandi hittni á meðan Bryant skoraði aðeins sextán stig, hans næst versta frammistaða í vetur, og var með afleita hittni. Sigur Miami var afar sannfærandi en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð yfir hátíðarnar.

"Hann var fáranlega góður í kvöld," sagði Pat Raily, þjálfari Miami, um frammistöðu Wade eftir leikinn. Sjálfur sagðist hann einfaldlega hafa verið í jólaskapi. "Það er ekki slæmt að spila góðan leik og fara síðan heim og halda upp á jólin með sínum nánustu. Lífið verður varla mikið betra," sagði Wade.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×