Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán 19. apríl 2006 00:01 Í Kópavogi. Veiking krónunnar síðustu daga hefur orðið til þess að fleiri hugleiða nú húsnæðislán í erlendri mynt. Slíkum lánum fylgir gengisáhætta á móti því að þau bera lægri vexti og einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. MYND/E.Ól. Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur. Innlent Viðskipti Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira