Dús við drottninguna Gerður Kristný skrifar 20. apríl 2006 10:00 Frá blaðamannafundi danadrottningar Ekki var nóg með að ég hefði aldrei ávarpað drottninguna sem yðar hátign heldur hafði mér ekki dottið í hug að nota þéringar. Líklega væru Íslendingar enn undir dönsku krúnunni hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Ameríkanar, gauka að okkur nammi og bjóða okkur upp í dans. Eftirfarandi grein birtist í danska blaðinu Weekendavisen á dögunum. Fyrir ári gerði breski grínistinn Eddie Izzard sér ferð til Íslands til að segja brandara. Hann hafði lagt það á sig að kynna sér sögu lands og þjóðar og komst þá meðal annars á snoðir um að landið hafði eitt sinn verið undir dönskum yfirráðum. "Ég sá að þið gripuð tækifærið þegar Danir voru undir stjórn Þjóðverja og lýstuð yfir sjálfstæði ykkar árið 1944," sagði hann í hljóðnemann, "en Danmörk var hernumin árið 1940. Hvað voruð þið eiginlega að gera þessi fjögur ár sem liðu á milli?" Það þýddi lítið að spyrja salinn, enda virtist aðdáendahópur Eddies ekki það fjölbreyttur að þar mætti finna fólk fætt fyrir stríð sem man þetta svo glöggt. Hafi einhver verið nýbúinn að læra um stríðsárin í sögu nennti sá hinn sami ekki að fræða Eddie á því að Ísland hafi verið hernumið sama ár og Danmörk og það af hans eigin þjóð. Íslendingar þurftu ekki aðeins tíma til að átta sig á þessari nýju stöðu heldur áttu þeir líka fullt í fangi með að sækja dansleikina sem blómstruðu hér eftir að herinn kom og njóta alls súkkulaðisins sem Bretarnir úðuðu í þjóðina. Síðar tók bandarísk herseta við og þá fengum við ekki bara súkkulaði heldur líka tyggjó. Íslendingar biðu síns tíma og höfðu erindi sem erfiði. Lýðveldi var stofnað með pomp og prakt og fæstir hafa nokkurn tíma séð eftir því. Fyrir tveimur árum voru 60 ár liðin síðan Ísland losnaði undan yfirráðum Dana en sama ár voru 100 ár liðin síðan við fengum heimastjórn. Íslendingum var alveg nákvæmlega sama um þessi tímamót. Okkur finnst nefnilega sjálfsagt að vera sjálfstæð þjóð. Í huga okkar gætu árin 60 allt eins verið 600, að minnsta kosti hef ég aldrei nokkurn tímann heyrt Íslending dásama sjálfstæðið eða hrósa happi yfir því að landið skuli ekki lengur vera dönsk nýlenda. Það hljómar eins og brandari í eyrum nútíma Íslendings að Danir, af öllum þjóðum, skyldu hafa yfirráð yfir landinu. Eru þeir ekki allt of ligeglad til að nenna svoleiðis löguðu? Þegar ég var í starfsþjálfun hjá Danmarks Radio lenti ég aftur á móti einu sinni í þáttagerðarkonu á miðjum aldri sem fannst það ekkert fyndið. Hún las mér pistilinn þar sem ég sat yfir kjötbollununum í mötuneytinu í TV-byen fyrir að forfeður mínir skyldu hafa hrifsað til sín sjálfstæðið þegar Danir þjáðust undan hernámi Þjóðverja. Þessu hafði ég aldrei áður velt fyrir mér og eitt andartak fannst mér ég eiga að skammast mín. Auðvitað hefðum við bara átt að sýna staðfestu og bíða þess að Danir áttuðu sig á því hvað Íslendingar væru leiðinlegir og ákveddu svona upp á sitt einsdæmi að láta þá sigla sinn sjó.Mun Michael Jackson gerast Íslendingur eins og Odd Nerdrum og Bobby Fischer.Hey, þú þarna með kórónuna! Stundum held ég að Danir telji Íslendinga uppteknari af því að hafa verið dönsk nýlenda en er raunin. Einu sinni var ég meira að segja sökuð um það í dönskum fjölmiðlum að hafa vísvitandi niðurlægt frú Margréti Þórhildi til að ná mér niður á dönsku krúnunni fyrir meðferðina á íslensku þjóðinni, verslunareinokunina og allar dönskusletturnar. Ég vann þá sem blaðamaður og hafði verið send á blaðamannafund með drottningunni í Þjóðminjasafninu en þar stóð til að opna sýningu á hökklum sem hún hafði saumað. Að venju þótti það tíðindum sæta að drottningin væri komin til landsins og þarna var mættur fjöldinn allur af blaðamönnum frá öllum Norðurlöndunum. Áður en hún gekk í salinn spratt fram maður sem sagði að það væri stranglega bannað að spyrja drottninguna um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Líklega hefur hann haldið að það væri það alversta sem gæti gerst á þessum blaðamannafundi en það var öðru nær. Mér tókst að verða fyrst til að leggja spurningar fyrir drottninguna og það á þessari líka ágætu dönsku sem ég hafði lært í skóla og þjálfast síðan enn betur í þegar ég var í starfsþjálfuninni hjá Danmarks Radio. Ég var býsna stolt af að þurfa ekki að bregða fyrir mig ensku eins og finnski kollegi minn. Varla er hægt að sýna öðrum þjóðum meiri virðingu en með því að tala þeirra eigið tungumál - hélt ég. Spurningar mínar fjölluðu almennt um dvöl drottningar hér á landi og hvernig Vestfirðir hefðu fallið henni í geð en þangað hafði hún farið daginn áður. Margrét Þórhildur varð svolítið kímileit á svipinn og hafði svörin frekar stutt. Líklega til að ég gæti lagt fyrir hana fleiri spurningar og ég var einmitt að fara að leggja fyrir hana þá þriðju þegar maðurinn, sem ekki vildi heyra minnst á Færeyjar, greip óðamála fram í fyrir mér og gaf danskri blaðakonu orðið. Það var ekki fyrr en hún bar fram spurningar sínar að ég áttaði mig á því að ég hafði ekki verið jafn kurteis og ég hafði ætlað mér. Ekki var nóg með að ég hefði aldrei ávarpað drottninguna sem "yðar hátign" heldur hafði mér ekki dottið í hug að nota þéringar. Ég hafði þúað drottninguna rétt eins og starfsmenn mötuneytisins í TV-byen hér um árið og höfðu þeir þó reitt fram betri kjötbollur en ég hafði áður bragðað. Blaðamennirnir stóðu upp hver á fætur öðrum og ávörpuðu drottninguna eftir ströngustu hirðsiðum, jafnvel þeir íslensku höfðu fullt vald á þeim. Og ég sem hafði alltaf verið best í dönsku í bekknum mínum og fengið Når snerlen blomstrer í verðlaun frá danska sendiráðinu þegar ég lauk grunnskóla. Kannski ekki undarlegt að drottningin skyldi hafa ekið sér í sætinu og danskir kollegar mínir gjóað til mín auga á meðan ég bar fram spurningarnar mínar svona líka kotroskin. Þeir gleymdu þessu heldur ekki svo glatt því að minnsta kosti einn þeirra skrifaði í blaðið um ósvífni Íslendingsins og var ekki að lengi að tengja hana meintu svekkelsi með yfirráð Dana yfir Íslandi. Ástæðan fyrir háttalagi mínu var einfaldari en svo, hún átti sér skýringu í vondri dönskukunnáttu. Ég man bara ekki eftir því að hafa verið látin gera þéringaræfingar í barnaskóla. Enginn dönskukennara minna ímyndaði sér að ég ætti einhvern tímann eftir að sitja augliti til auglits við konungborinn Dana og hafði því ekki fyrir því að kenna mér að ávarpa einn slíkan. Samt man ég enn nafnið sem ég var látin nota í dönskutímum. Þar hét ég Gudrun. Fyrir fáeinum árum spurði ég manninn minn hvað hann hafði heitið og fékk að vita að það hefði verið Kaj. Maðurinn minn hafði hins vegar ekki skilið sem lítill strákur tilganginn með þessu nafni og hélt að þegar hann kæmi til Danmerkur yrði hann alltaf að heita Kaj. Hann veit betur núna.Nýir Íslendingar: Bobby Fischer.Þegar Michael Jackson flytur á Álftanesið Það sem ég vildi sagt hafa, hennar hátign Margrét Þórhildur á allt gott skilið frá mér og ég vildi óska að ég hefði þérað hana. Ég er ekki frá því að ég hefði oft sofið betur. Á síðustu árum hafa Danir orðið svo miklir vinir Íslendinga að hér þykir enginn jafnmerkilegur og einmitt ef hann er talinn danskur. Þegar hefja á Einar Má Guðmundsson rithöfund almennilega upp til skýjanna er jafnan tekið fram að Danir séu farnir að telja hann með eigin höfundum. Sama virðist vera að gerast með Dag Kára kvikmyndagerðarmann. Það er til einhvers að eiga eitthvað ef enginn annar ásælist það. Þetta er auðvitað bara eftirreitur af gamalli minnimáttarkennd sem á eftir að rjátlast af þjóðinni, sér í lagi nú þegar menn sem ekki þrífast í heimalandi sínu eru farnir að flytjast hingað unnvörpum. Það vill nefnilega svo til að á meðan Íslendingar vilja vera Danir vilja útlendingar helst vera Íslendingar. Listmálarinn Odd Nerdrum flutti hingað frá Noregi fyrir fáeinum árum og tók upp íslenskt ríkisfang og nú er skákmeistarinn Bobby Fischer líka orðinn Íslendingur. Þeir sem taldir eru stórskrýtnir í eigin heimalöndum þykja bara sérvitringar á Íslandi og falla vel inn í hópinn. Nú bíðum við þess bara að Michael Jackson kaupi sér hér hús með útsýni út á sjóinn og verði næsti fulltrúi okkar í Eurovision. Unga fólkinu fyndist það algjörlega sjálfsagt því það man ekki neitt annað en að íslenskt næturlíf og náttúra hafi verið í stöðugri umfjöllun í Wallpaper, Euroman og FHM. Ég man aftur á móti þá tíma þegar ég þurfti sífellt í ferðalögum erlendis að endurtaka að ég væri frá Íslandi og jú, það væri víst til land með því nafni. Ég hefði allt eins getað sagst vera frá Narníu. Ég man líka eins og gerst hefði í gær hvenær landið mitt varð til í augum alheimsins og þjóðin hætti að ganga með hausinn ofan í bringu og tók að finna aðeins til sín. Það var árið 1985 þegar íslenskur ljóshærður leikskólakennari vann titilinn Miss World. Þjóðin umturnaðist af gleði og stúlkan var látin flakka um heiminn og tala fallega um íslenskan fisk og lopa. Á sama tíma var íslenskur berserkur orðinn Sterkasti maður heims. Hann hafði sannað það svo ekki varð um villst með því að hlaupa um með tunnur og draga heilan trukk á eftir sér án þess að blása úr nös. Fjölmiðlar endurtóku í sífellu að við værum ekki aðeins fallegust, heldur líka sterkust. Íslendingurinn hljóp með tunnurnar til sigurs ár eftir ár og varla hafði fóstran fyrr skilað inn titlinum dýrmæta en önnur íslensk og ljóshærð stúlka hirti hann. Það hefði mátt halda að hér væri að hefjast eitt allsherjar boðhlaup í fegurð en svo var ekki, enda þurftum við ekki lengur á fegurð að halda. Í byrjun 10. áratugarins kom Björk nefnilega fram á sjónarsviðið og sýndi heiminum að íslenskt kvenfólk gat talað um annað en fisk og lopa. Að minnsta kosti hefur hún ekki þreyst á að tala um náttúru Íslands, álfa og tröll. Hvar hún hefur kynnst þeim hef ég aldrei getað skilið og er þó frá sama landi.Odd Nerdrum.Dansar við álfa Eins og allir þeir vita sem aldir eru upp af kynslóðinni sem fæddist fyrir stríð og hafði oft ekki einu sinni súkkulaði á milli handanna er veröldin fallvölt. Allt getur hrunið á örskotsstundu og undir það verður maður að vera búinn. Í ævisögunni sem gefin var út um aðra fegurðardrottninganna fyrir fáeinum árum kom í ljós að hún hafði stundum verið óttalega óhamingjusöm, drukkið fullt af brennivíni og átt vondan kærasta, skoskan nota bene. Hin er orðin dökkhærð. Af sterkasta manni heims er það að segja að hann fékk hjartaáfall í æfingasalnum og dó. Íslendingar þurfa ekki lengur að vinna neinar keppnir til að sanna fyrir sjálfum sér að þeir séu einhvers virði. Erlendir fjölmiðlar hafa komið heiminum endanlega í skilning um að hér býr sterk og óvenju falleg þjóð sem talar við álfa og tröll eins og ekkert sé. Áður létu heimsfrægar poppstjörnur ekki sjá sig hér fyrr en ferillinn var farinn að dala en fyrir tveimur árum komu til dæmis þau 50 Cent og Pink. Það væri gaman að vita hvaða dönsku nöfn þau hefðu haft fyrst þau ensku eru ekki skárri en þetta. Eddie Izzard var að koma hingað í annað sinn og veistu hvað, Eddie, fjögur ár eru fljót að líða. Í raun og veru er þetta bara sá lágmarkstími sem þjóð þarf til að ákveða hvort hún vilji frekar vera íslensk eða dönsk. Það vita líka allir sem reynt hafa að það getur verið erfitt að hefja máls á sjálfstæði með munninn fullan af Cadbury's, hvað þá tyggjói. Þá fyrst fara nú orðin að þvælast hvert fyrir öðru uppi í manni. Og það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að líklega yndu Íslendingar sér enn glaðir undir dönskum yfirráðum hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Bandaríkjamenn, boðið þeim upp í dans og gaukað kannski að þeim nammi af og til. Hver hefur svo sem fengið það af sér að slá hendinni á móti einstaka rjómakaramellu? Gefið mér dúsín og ég get lofað ykkur því að ég skal svara nafninu Gudrun hvenær sem er.Líklega væru Íslendingar enn undir dönsku krúnunni hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Ameríkanar, gauka að okkur nammi og bjóða okkur upp í dans. Þessi grein eftir Gerði Kristnýju rithöfund birtist í danska blaðinu Weekendavisen um páskana. Kóngafólk Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Líklega væru Íslendingar enn undir dönsku krúnunni hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Ameríkanar, gauka að okkur nammi og bjóða okkur upp í dans. Eftirfarandi grein birtist í danska blaðinu Weekendavisen á dögunum. Fyrir ári gerði breski grínistinn Eddie Izzard sér ferð til Íslands til að segja brandara. Hann hafði lagt það á sig að kynna sér sögu lands og þjóðar og komst þá meðal annars á snoðir um að landið hafði eitt sinn verið undir dönskum yfirráðum. "Ég sá að þið gripuð tækifærið þegar Danir voru undir stjórn Þjóðverja og lýstuð yfir sjálfstæði ykkar árið 1944," sagði hann í hljóðnemann, "en Danmörk var hernumin árið 1940. Hvað voruð þið eiginlega að gera þessi fjögur ár sem liðu á milli?" Það þýddi lítið að spyrja salinn, enda virtist aðdáendahópur Eddies ekki það fjölbreyttur að þar mætti finna fólk fætt fyrir stríð sem man þetta svo glöggt. Hafi einhver verið nýbúinn að læra um stríðsárin í sögu nennti sá hinn sami ekki að fræða Eddie á því að Ísland hafi verið hernumið sama ár og Danmörk og það af hans eigin þjóð. Íslendingar þurftu ekki aðeins tíma til að átta sig á þessari nýju stöðu heldur áttu þeir líka fullt í fangi með að sækja dansleikina sem blómstruðu hér eftir að herinn kom og njóta alls súkkulaðisins sem Bretarnir úðuðu í þjóðina. Síðar tók bandarísk herseta við og þá fengum við ekki bara súkkulaði heldur líka tyggjó. Íslendingar biðu síns tíma og höfðu erindi sem erfiði. Lýðveldi var stofnað með pomp og prakt og fæstir hafa nokkurn tíma séð eftir því. Fyrir tveimur árum voru 60 ár liðin síðan Ísland losnaði undan yfirráðum Dana en sama ár voru 100 ár liðin síðan við fengum heimastjórn. Íslendingum var alveg nákvæmlega sama um þessi tímamót. Okkur finnst nefnilega sjálfsagt að vera sjálfstæð þjóð. Í huga okkar gætu árin 60 allt eins verið 600, að minnsta kosti hef ég aldrei nokkurn tímann heyrt Íslending dásama sjálfstæðið eða hrósa happi yfir því að landið skuli ekki lengur vera dönsk nýlenda. Það hljómar eins og brandari í eyrum nútíma Íslendings að Danir, af öllum þjóðum, skyldu hafa yfirráð yfir landinu. Eru þeir ekki allt of ligeglad til að nenna svoleiðis löguðu? Þegar ég var í starfsþjálfun hjá Danmarks Radio lenti ég aftur á móti einu sinni í þáttagerðarkonu á miðjum aldri sem fannst það ekkert fyndið. Hún las mér pistilinn þar sem ég sat yfir kjötbollununum í mötuneytinu í TV-byen fyrir að forfeður mínir skyldu hafa hrifsað til sín sjálfstæðið þegar Danir þjáðust undan hernámi Þjóðverja. Þessu hafði ég aldrei áður velt fyrir mér og eitt andartak fannst mér ég eiga að skammast mín. Auðvitað hefðum við bara átt að sýna staðfestu og bíða þess að Danir áttuðu sig á því hvað Íslendingar væru leiðinlegir og ákveddu svona upp á sitt einsdæmi að láta þá sigla sinn sjó.Mun Michael Jackson gerast Íslendingur eins og Odd Nerdrum og Bobby Fischer.Hey, þú þarna með kórónuna! Stundum held ég að Danir telji Íslendinga uppteknari af því að hafa verið dönsk nýlenda en er raunin. Einu sinni var ég meira að segja sökuð um það í dönskum fjölmiðlum að hafa vísvitandi niðurlægt frú Margréti Þórhildi til að ná mér niður á dönsku krúnunni fyrir meðferðina á íslensku þjóðinni, verslunareinokunina og allar dönskusletturnar. Ég vann þá sem blaðamaður og hafði verið send á blaðamannafund með drottningunni í Þjóðminjasafninu en þar stóð til að opna sýningu á hökklum sem hún hafði saumað. Að venju þótti það tíðindum sæta að drottningin væri komin til landsins og þarna var mættur fjöldinn allur af blaðamönnum frá öllum Norðurlöndunum. Áður en hún gekk í salinn spratt fram maður sem sagði að það væri stranglega bannað að spyrja drottninguna um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Líklega hefur hann haldið að það væri það alversta sem gæti gerst á þessum blaðamannafundi en það var öðru nær. Mér tókst að verða fyrst til að leggja spurningar fyrir drottninguna og það á þessari líka ágætu dönsku sem ég hafði lært í skóla og þjálfast síðan enn betur í þegar ég var í starfsþjálfuninni hjá Danmarks Radio. Ég var býsna stolt af að þurfa ekki að bregða fyrir mig ensku eins og finnski kollegi minn. Varla er hægt að sýna öðrum þjóðum meiri virðingu en með því að tala þeirra eigið tungumál - hélt ég. Spurningar mínar fjölluðu almennt um dvöl drottningar hér á landi og hvernig Vestfirðir hefðu fallið henni í geð en þangað hafði hún farið daginn áður. Margrét Þórhildur varð svolítið kímileit á svipinn og hafði svörin frekar stutt. Líklega til að ég gæti lagt fyrir hana fleiri spurningar og ég var einmitt að fara að leggja fyrir hana þá þriðju þegar maðurinn, sem ekki vildi heyra minnst á Færeyjar, greip óðamála fram í fyrir mér og gaf danskri blaðakonu orðið. Það var ekki fyrr en hún bar fram spurningar sínar að ég áttaði mig á því að ég hafði ekki verið jafn kurteis og ég hafði ætlað mér. Ekki var nóg með að ég hefði aldrei ávarpað drottninguna sem "yðar hátign" heldur hafði mér ekki dottið í hug að nota þéringar. Ég hafði þúað drottninguna rétt eins og starfsmenn mötuneytisins í TV-byen hér um árið og höfðu þeir þó reitt fram betri kjötbollur en ég hafði áður bragðað. Blaðamennirnir stóðu upp hver á fætur öðrum og ávörpuðu drottninguna eftir ströngustu hirðsiðum, jafnvel þeir íslensku höfðu fullt vald á þeim. Og ég sem hafði alltaf verið best í dönsku í bekknum mínum og fengið Når snerlen blomstrer í verðlaun frá danska sendiráðinu þegar ég lauk grunnskóla. Kannski ekki undarlegt að drottningin skyldi hafa ekið sér í sætinu og danskir kollegar mínir gjóað til mín auga á meðan ég bar fram spurningarnar mínar svona líka kotroskin. Þeir gleymdu þessu heldur ekki svo glatt því að minnsta kosti einn þeirra skrifaði í blaðið um ósvífni Íslendingsins og var ekki að lengi að tengja hana meintu svekkelsi með yfirráð Dana yfir Íslandi. Ástæðan fyrir háttalagi mínu var einfaldari en svo, hún átti sér skýringu í vondri dönskukunnáttu. Ég man bara ekki eftir því að hafa verið látin gera þéringaræfingar í barnaskóla. Enginn dönskukennara minna ímyndaði sér að ég ætti einhvern tímann eftir að sitja augliti til auglits við konungborinn Dana og hafði því ekki fyrir því að kenna mér að ávarpa einn slíkan. Samt man ég enn nafnið sem ég var látin nota í dönskutímum. Þar hét ég Gudrun. Fyrir fáeinum árum spurði ég manninn minn hvað hann hafði heitið og fékk að vita að það hefði verið Kaj. Maðurinn minn hafði hins vegar ekki skilið sem lítill strákur tilganginn með þessu nafni og hélt að þegar hann kæmi til Danmerkur yrði hann alltaf að heita Kaj. Hann veit betur núna.Nýir Íslendingar: Bobby Fischer.Þegar Michael Jackson flytur á Álftanesið Það sem ég vildi sagt hafa, hennar hátign Margrét Þórhildur á allt gott skilið frá mér og ég vildi óska að ég hefði þérað hana. Ég er ekki frá því að ég hefði oft sofið betur. Á síðustu árum hafa Danir orðið svo miklir vinir Íslendinga að hér þykir enginn jafnmerkilegur og einmitt ef hann er talinn danskur. Þegar hefja á Einar Má Guðmundsson rithöfund almennilega upp til skýjanna er jafnan tekið fram að Danir séu farnir að telja hann með eigin höfundum. Sama virðist vera að gerast með Dag Kára kvikmyndagerðarmann. Það er til einhvers að eiga eitthvað ef enginn annar ásælist það. Þetta er auðvitað bara eftirreitur af gamalli minnimáttarkennd sem á eftir að rjátlast af þjóðinni, sér í lagi nú þegar menn sem ekki þrífast í heimalandi sínu eru farnir að flytjast hingað unnvörpum. Það vill nefnilega svo til að á meðan Íslendingar vilja vera Danir vilja útlendingar helst vera Íslendingar. Listmálarinn Odd Nerdrum flutti hingað frá Noregi fyrir fáeinum árum og tók upp íslenskt ríkisfang og nú er skákmeistarinn Bobby Fischer líka orðinn Íslendingur. Þeir sem taldir eru stórskrýtnir í eigin heimalöndum þykja bara sérvitringar á Íslandi og falla vel inn í hópinn. Nú bíðum við þess bara að Michael Jackson kaupi sér hér hús með útsýni út á sjóinn og verði næsti fulltrúi okkar í Eurovision. Unga fólkinu fyndist það algjörlega sjálfsagt því það man ekki neitt annað en að íslenskt næturlíf og náttúra hafi verið í stöðugri umfjöllun í Wallpaper, Euroman og FHM. Ég man aftur á móti þá tíma þegar ég þurfti sífellt í ferðalögum erlendis að endurtaka að ég væri frá Íslandi og jú, það væri víst til land með því nafni. Ég hefði allt eins getað sagst vera frá Narníu. Ég man líka eins og gerst hefði í gær hvenær landið mitt varð til í augum alheimsins og þjóðin hætti að ganga með hausinn ofan í bringu og tók að finna aðeins til sín. Það var árið 1985 þegar íslenskur ljóshærður leikskólakennari vann titilinn Miss World. Þjóðin umturnaðist af gleði og stúlkan var látin flakka um heiminn og tala fallega um íslenskan fisk og lopa. Á sama tíma var íslenskur berserkur orðinn Sterkasti maður heims. Hann hafði sannað það svo ekki varð um villst með því að hlaupa um með tunnur og draga heilan trukk á eftir sér án þess að blása úr nös. Fjölmiðlar endurtóku í sífellu að við værum ekki aðeins fallegust, heldur líka sterkust. Íslendingurinn hljóp með tunnurnar til sigurs ár eftir ár og varla hafði fóstran fyrr skilað inn titlinum dýrmæta en önnur íslensk og ljóshærð stúlka hirti hann. Það hefði mátt halda að hér væri að hefjast eitt allsherjar boðhlaup í fegurð en svo var ekki, enda þurftum við ekki lengur á fegurð að halda. Í byrjun 10. áratugarins kom Björk nefnilega fram á sjónarsviðið og sýndi heiminum að íslenskt kvenfólk gat talað um annað en fisk og lopa. Að minnsta kosti hefur hún ekki þreyst á að tala um náttúru Íslands, álfa og tröll. Hvar hún hefur kynnst þeim hef ég aldrei getað skilið og er þó frá sama landi.Odd Nerdrum.Dansar við álfa Eins og allir þeir vita sem aldir eru upp af kynslóðinni sem fæddist fyrir stríð og hafði oft ekki einu sinni súkkulaði á milli handanna er veröldin fallvölt. Allt getur hrunið á örskotsstundu og undir það verður maður að vera búinn. Í ævisögunni sem gefin var út um aðra fegurðardrottninganna fyrir fáeinum árum kom í ljós að hún hafði stundum verið óttalega óhamingjusöm, drukkið fullt af brennivíni og átt vondan kærasta, skoskan nota bene. Hin er orðin dökkhærð. Af sterkasta manni heims er það að segja að hann fékk hjartaáfall í æfingasalnum og dó. Íslendingar þurfa ekki lengur að vinna neinar keppnir til að sanna fyrir sjálfum sér að þeir séu einhvers virði. Erlendir fjölmiðlar hafa komið heiminum endanlega í skilning um að hér býr sterk og óvenju falleg þjóð sem talar við álfa og tröll eins og ekkert sé. Áður létu heimsfrægar poppstjörnur ekki sjá sig hér fyrr en ferillinn var farinn að dala en fyrir tveimur árum komu til dæmis þau 50 Cent og Pink. Það væri gaman að vita hvaða dönsku nöfn þau hefðu haft fyrst þau ensku eru ekki skárri en þetta. Eddie Izzard var að koma hingað í annað sinn og veistu hvað, Eddie, fjögur ár eru fljót að líða. Í raun og veru er þetta bara sá lágmarkstími sem þjóð þarf til að ákveða hvort hún vilji frekar vera íslensk eða dönsk. Það vita líka allir sem reynt hafa að það getur verið erfitt að hefja máls á sjálfstæði með munninn fullan af Cadbury's, hvað þá tyggjói. Þá fyrst fara nú orðin að þvælast hvert fyrir öðru uppi í manni. Og það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að líklega yndu Íslendingar sér enn glaðir undir dönskum yfirráðum hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Bandaríkjamenn, boðið þeim upp í dans og gaukað kannski að þeim nammi af og til. Hver hefur svo sem fengið það af sér að slá hendinni á móti einstaka rjómakaramellu? Gefið mér dúsín og ég get lofað ykkur því að ég skal svara nafninu Gudrun hvenær sem er.Líklega væru Íslendingar enn undir dönsku krúnunni hefðu Danir haft vit á að gera það sama og Bretar og Ameríkanar, gauka að okkur nammi og bjóða okkur upp í dans. Þessi grein eftir Gerði Kristnýju rithöfund birtist í danska blaðinu Weekendavisen um páskana.
Kóngafólk Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira