Tónlist

Tónleikum bætt við

Kór Fíladelfíu
Kór Fíladelfíu

Eins og við mátti búast seldist upp á ferna áætlaða tónleika Fíladelfíu og vegna mikillar eftirspurnar verður efnt til fimmtu tónleikanna fimmtudaginn 7. desember kl. 20. Flytjendur eru Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt fjölda einsöngvara. Umsjón tónleikanna er í höndum Hrannar Svansdóttur og Óskars Einarssonar.

Flutt verða þekkt jólalög á íslensku ásamt nýju efni. Um útsetningar og tónlistarstjórn sér Óskar Einarsson en hljómsveitina skipa að þessu sinni Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason, Hjalti Gunnlaugsson, Ómar Guðjónsson, Kjartan Valdimarsson og Gréta Salóme Stefánsdóttir. Hingað til hefur alltaf verið húsfyllir á jólatónleikum Fíladlefíu og færri fengið miða en vildu. Miðasala er á skrifstofu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Há-túni 2, og þar gefst mönnum kostur á að komast á þessa dýrðlegu skemmtun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.