Framsókn rifjar upp gamla takta 29. nóvember 2006 05:00 Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar