Dýnamískur kraftur Freyr Bjarnason skrifar 2. júní 2006 10:30 Kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tónleika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. Auk Corin og Janet er Sleater-Kinney skipuð Carrie Brownstein sem sér um gítarleik og söng rétt eins og Corin. Hljómsveitin hefur síðastliðin tíu ár heillað tónlistaráhugamenn út um allan heim. Þær eru ferskar og hráar frá norðvesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið frá Portland í Oregon-fylki. Alla tíð hefur sveitin haldið tryggð við indí-rætur sínar og er afar virt í þeim tónlistargeira. Gifti sig á ÍslandiCorin hlakkar mikið til tónleikanna á Íslandi. Reykjavík hefur orð á sér fyrir að sjá fólki fyrir miklu stuði, segir hún og reiknar með því að kíkja á frægt næturlíf borgarinnar. Janet er einnig mjög spennt. Ég hef aldrei komið til Íslands og aðeins heyrt sögur af landinu. Corin gifti sig aftur á móti þar, segir hún. Upphitun fyrir Pearl JamAlls hefur Sleater-Kinney gefið út sjö plötur og hlaut sú nýjasta, The Woods, einróma lof gagnrýnenda og var ofarlega á listum yfir bestu plötur síðasta árs. Var platan gefin út af Sub Pop-plötufyrirtækinu sem er frægt fyrir að hafa gefið út fyrstu plötu Nirvana, Bleach. Tónlist sveitarinnar er einföld, tveir gítarar, raddir og trommur og þykir sveitin einkar skemmtileg á tónleikum. Hitaði hún upp fyrir Pearl Jam á tónleikaferð hennar um Kanada á síðasta ári, sem að sjálfsögðu þykir mikill heiður í rokkbransanum. Tónleikaferð Sleater-Kinney um Evrópu hefur gengið vel að sögn Janet. Það er reyndar erfitt að vera að heiman þegar veðrið er orðið svona gott þar en tónleikarnir í Bretlandi voru sérstaklega skemmtilegir. Áhorfendurnir þar voru mjög æstir og áhugasamir, segir hún. Þrífast á orku áhorfendaCorin segir að tónleikar Sleater-Kinney séu dýnamískir og að þá sé krafturinn í fyrirrúmi. Janet bætir því við að uppi á sviði sé hljómsveitin eins nálægt sínu eðli og hugsast getur. Við höfum mikla ástríðu gagnvart tónlistinni okkar og þrífumst á ákefð og orku áhorfendanna. Það sem við gefum af okkur og fáum síðan til baka úr salnum skiptir öllu máli á tónleikum, segir hún. Við erum síbreytilegar og ófeimnar við að prófa nýja hluti þegar okkur gengur vel. Í verslunarmiðstöð á ÍtalíuHvað varðar undarlegustu tónleika sveitarinnar nefnir Corin tónleika á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Við spiluðum einu sinni í verslunarmiðstöð á Ítalíu. Þetta var um kvöld og mömmur voru að ýta börnunum sínum áfram í kerrum framhjá búðunum á meðan við spiluðum, segir hún og minnist tónleikanna greinilega með hryllingi. Janet man vel eftir tónleikum sem sveitin hélt í Denver. Við töpuðum veðmáli við vini okkar í upphitunarbandinu The Gossip og spiluðum tónleikana með andlitsmálningu á okkur. Það var dálítið erfitt fyrir okkur að taka hverja aðra alvarlega á þeim tímapunkti. Sleater-Kinney er kvennatríó en þrátt fyrir það þvertekur Corin fyrir að hafa eitthvað á móti strákum. Ef við værum strákahljómsveit, myndir þú spyrja okkur hvort við hefðum eitthvað á móti stelpum? Ég efa það. Janet er sama sinnis: Þú hlýtur að vera að grínast með þessari spurningu?, spyr hún og hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Martsch og Mozart í uppáhaldiEftir tónleikana á Íslandi, sem verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu, halda þær stöllur heim á leið til Portland til að njóta sumarsins en þær eru reyndar frá Olympia í Washington. Í ágúst er sveitin síðan bókuð á Lollapalooza-hátíðina í Chicago og verður þar innan um fjölda annarra þekktra sveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, Queens of the Stone Age og Sonic Youth, en Sleater-Kinney hefur m.a. verið líkt við síðastnefndu sveitina. Einnig spilar á hátíðinni indí-rokksveitin Built To Spill, sem Corin hefur miklar mætur á. Nefnir hún forsprakka sveitarinnar, Doug Martsch, sem einn af uppáhaldstónlistarmönnunum sínum. Janet lítur aftur á móti mest upp til austurríska tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozart. Miðasala á tónleikana á Nasa, sem hefjast klukkan 21.00, fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 2500 krónur auk miðagjalds. Hljómsveitirnar Skakkamanage og Jakobínarína sjá um upphitun. Menning Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tónleika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. Auk Corin og Janet er Sleater-Kinney skipuð Carrie Brownstein sem sér um gítarleik og söng rétt eins og Corin. Hljómsveitin hefur síðastliðin tíu ár heillað tónlistaráhugamenn út um allan heim. Þær eru ferskar og hráar frá norðvesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið frá Portland í Oregon-fylki. Alla tíð hefur sveitin haldið tryggð við indí-rætur sínar og er afar virt í þeim tónlistargeira. Gifti sig á ÍslandiCorin hlakkar mikið til tónleikanna á Íslandi. Reykjavík hefur orð á sér fyrir að sjá fólki fyrir miklu stuði, segir hún og reiknar með því að kíkja á frægt næturlíf borgarinnar. Janet er einnig mjög spennt. Ég hef aldrei komið til Íslands og aðeins heyrt sögur af landinu. Corin gifti sig aftur á móti þar, segir hún. Upphitun fyrir Pearl JamAlls hefur Sleater-Kinney gefið út sjö plötur og hlaut sú nýjasta, The Woods, einróma lof gagnrýnenda og var ofarlega á listum yfir bestu plötur síðasta árs. Var platan gefin út af Sub Pop-plötufyrirtækinu sem er frægt fyrir að hafa gefið út fyrstu plötu Nirvana, Bleach. Tónlist sveitarinnar er einföld, tveir gítarar, raddir og trommur og þykir sveitin einkar skemmtileg á tónleikum. Hitaði hún upp fyrir Pearl Jam á tónleikaferð hennar um Kanada á síðasta ári, sem að sjálfsögðu þykir mikill heiður í rokkbransanum. Tónleikaferð Sleater-Kinney um Evrópu hefur gengið vel að sögn Janet. Það er reyndar erfitt að vera að heiman þegar veðrið er orðið svona gott þar en tónleikarnir í Bretlandi voru sérstaklega skemmtilegir. Áhorfendurnir þar voru mjög æstir og áhugasamir, segir hún. Þrífast á orku áhorfendaCorin segir að tónleikar Sleater-Kinney séu dýnamískir og að þá sé krafturinn í fyrirrúmi. Janet bætir því við að uppi á sviði sé hljómsveitin eins nálægt sínu eðli og hugsast getur. Við höfum mikla ástríðu gagnvart tónlistinni okkar og þrífumst á ákefð og orku áhorfendanna. Það sem við gefum af okkur og fáum síðan til baka úr salnum skiptir öllu máli á tónleikum, segir hún. Við erum síbreytilegar og ófeimnar við að prófa nýja hluti þegar okkur gengur vel. Í verslunarmiðstöð á ÍtalíuHvað varðar undarlegustu tónleika sveitarinnar nefnir Corin tónleika á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Við spiluðum einu sinni í verslunarmiðstöð á Ítalíu. Þetta var um kvöld og mömmur voru að ýta börnunum sínum áfram í kerrum framhjá búðunum á meðan við spiluðum, segir hún og minnist tónleikanna greinilega með hryllingi. Janet man vel eftir tónleikum sem sveitin hélt í Denver. Við töpuðum veðmáli við vini okkar í upphitunarbandinu The Gossip og spiluðum tónleikana með andlitsmálningu á okkur. Það var dálítið erfitt fyrir okkur að taka hverja aðra alvarlega á þeim tímapunkti. Sleater-Kinney er kvennatríó en þrátt fyrir það þvertekur Corin fyrir að hafa eitthvað á móti strákum. Ef við værum strákahljómsveit, myndir þú spyrja okkur hvort við hefðum eitthvað á móti stelpum? Ég efa það. Janet er sama sinnis: Þú hlýtur að vera að grínast með þessari spurningu?, spyr hún og hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Martsch og Mozart í uppáhaldiEftir tónleikana á Íslandi, sem verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu, halda þær stöllur heim á leið til Portland til að njóta sumarsins en þær eru reyndar frá Olympia í Washington. Í ágúst er sveitin síðan bókuð á Lollapalooza-hátíðina í Chicago og verður þar innan um fjölda annarra þekktra sveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, Queens of the Stone Age og Sonic Youth, en Sleater-Kinney hefur m.a. verið líkt við síðastnefndu sveitina. Einnig spilar á hátíðinni indí-rokksveitin Built To Spill, sem Corin hefur miklar mætur á. Nefnir hún forsprakka sveitarinnar, Doug Martsch, sem einn af uppáhaldstónlistarmönnunum sínum. Janet lítur aftur á móti mest upp til austurríska tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozart. Miðasala á tónleikana á Nasa, sem hefjast klukkan 21.00, fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 2500 krónur auk miðagjalds. Hljómsveitirnar Skakkamanage og Jakobínarína sjá um upphitun.
Menning Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira