Viðskipti innlent

Krónubréf sjást aftur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Höfuðstöðvar KfW í Frankfurt. Þýski bankinn KfW gefur út krónubréf og er í hópi stórtækustu útgefenda slíkra bréfa.
Höfuðstöðvar KfW í Frankfurt. Þýski bankinn KfW gefur út krónubréf og er í hópi stórtækustu útgefenda slíkra bréfa. mynd/kfw
Eftir nokkurt hlé var tilkynnt um útgáfu krónubréfa í byrjun vikunnar. Þá jók þýski þróunarbankinn KfW við útgáfu sína um fimm milljarða króna.

Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Glitnis banka er þýski bankinn þá kominn í 59 milljarða króna útgáfu og með ríflega fjórðung af allri útgáfu krónubréfa.

Heildarútgáfa krónubréfa stendur nú í 234 milljörðum króna. "Fremur lítið hefur verið um krónubréfaútgáfu að undanförnu en síðast var útgáfa 10. maí síðastliðinn og var það 2 milljarða króna útgáfa af hálfu KFW," segir á síðu Glitnis og er þar talið líklegt að áfram verði lítið um slíka útgáfu.

"Ekki síst þar sem þrengt hefur að möguleikum bankanna til fjármögnunar á móti skiptasamningum til grundvallar útgáfunni. Einnig eru fjárfestar smeykir við kaup á krónubréfum eftir þá útreið sem margir hafa fengið."

Greiningardeildin segir hins vegar ekki hægt að líta fram hjá því að krónubréfakaup séu margfalt betri fjárfestingarkostur núna en þegar þau voru mest. "Ástæðan er bæði staða krónunnar en hún hefur veikst mikið frá því að útgáfan var í mestum blóma og skammtímavextir hafa hækkað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×