Viðskipti innlent

Úrslitavafri

Spánverjar skora á HM Milljónir manna um heim allan fylgjast með heimsmeistarakeppninni í fótbolta.
Spánverjar skora á HM Milljónir manna um heim allan fylgjast með heimsmeistarakeppninni í fótbolta.

Norska vafrafyrirtækið Opera Software hefur sent frá sér nýjan vafra í farsíma sem er sérstaklega ætlaður áhugafólki um HM í fótbolta. Vafrinn heitir Opera Mini Goal 06.

Auk þess að fara á netið í símanum sækir vafrinn upplýsingar um lið og niðurstöður leikja og veitir að auki aðgang að spjallhópum.

Milljónir manna verða með hugann við boltann öllum stundum næsta mánuðinn, segir Rolf Assev, yfirmaður markaðssviðs Opera Software. Með nýja ­vafr­anum fylgist maður með HM hvar sem er, og missir aldrei af leik.

Opera Mini-farsímavafrinn var settur á markað í janúar og hefur síðan laðað til sín yfir 3,5 milljónir notenda, að sögn Opera. Þá hafa æ fleiri fyrirtæki kosið að dreifa sérsniðnum útgáfum vafrans til viðskiptavina sinna, þar á meðal eBay og Pricerunner.

Nýútkominni fótboltaútgáfu vafrans er hægt að hlaða niður á slóðinni: http://mini.opera.com/goal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×