Erlent

Kveðst saklaus af hórmangi

Victor emmanuel
Victor emmanuel

Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess.

Emmanuel kveðst saklaus og fjölskylda hans neitar öllum ásökunum. Hann titlar sig enn sem prins þrátt fyrir að einveldi hafi verið aflagt í landinu fyrir áratugum síðan en faðir hans, Umberto II, var krýndur konungur Ítalíu árið 1946 og starfaði sem slíkur í rúman mánuð þar til borgarar landsins kusu lýðveldi fram yfir einveldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×