Erlent

Bangsi á flótta

Bangsi  Brúnó varð næstum fyrir bíl í síðustu viku, en myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Bangsi Brúnó varð næstum fyrir bíl í síðustu viku, en myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. MYND/Nordicphotos/afp

Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum.

Leitarmennirnir njóta aðstoðar finnskra sporhunda og segjast vera hársbreidd frá því að klófesta dýrið, sem hefur verið nefnt Brúnó. Þetta er fyrsta villta bjarndýrið sem heimsækir Þýskaland síðan á fyrri hluta nítjándu aldar, en björninn er ítalskur og er ættaður úr Alpafjöllunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×