Erlent

Umbótum verði hraðað

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður.

Samkvæmt mati framkvæmdastjórnar ESB á undirbúningi Búlgara verða þeir að gera sýnilegt átak í baráttunni gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. Rúmenar voru áminntir um að hraða umbótum í landbúnaðarmálum og bæta skilvirkni stjórnsýslunnar. Lokamat verður lagt á aðildarhæfni landanna í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×