Andstæðingar hvalveiða höfðu enn yfirhöndina á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á St. Kitts í gær. Japanir undirbjuggu tillögu sem miðar í átt að því að hvalveiðibann verði afnumið og aðra tillögu til vara um "hefðbundnar hvalveiðar".
Japanir hafa hótað að segja sig úr ráðinu, komi andstæðingar hvalveiða ekki til móts við hugmyndir þeirra. Þeir segja friðunarþjóðirnar duglegri við að friða kjósendur heimafyrir en að stuðla að ábyrgri nýtingu hvalastofnsins.
Stefán Ásmundsson, fulltrúi Íslendinga á ráðstefnunni, tók í sama streng og sagði engan áhuga fyrir því að veiða dýr í útrýmingarhættu.