Erlent

Steypa forseta ekki af stóli

Komnir að landamærum Fréttir hafa borist af því að undanförnu að eþíópíski herinn sé kominn að sómölsku landamærunum.
Komnir að landamærum Fréttir hafa borist af því að undanförnu að eþíópíski herinn sé kominn að sómölsku landamærunum.

Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í seinustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta Sómalíu, af stóli. Fréttir hafa borist af innrás eþíópísks herliðs sem koma átti bráðabirgðastjórn Yusuf til aðstoðar en því neita Eþíópíumenn.

Yusuf hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að hefja samningaviðræður við skæruliðana lofi þeir því að hætta sókn sinni. Skæruliðarnir segjast einnig vera tilbúnir til viðræðna, en án nokkurra skilyrða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×