Erlent

Mótvægi við Bandaríkin

Forsetar írans og Rússlands 
Mahmoud Ahmadinejad og Vladimír Pútín var vel til vina á fundi Asíuríkjanna.
Forsetar írans og Rússlands Mahmoud Ahmadinejad og Vladimír Pútín var vel til vina á fundi Asíuríkjanna.

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hvatti Kínverja, Rússa og aðrar Asíuþjóðir til að sameina efnahagslega og pólitíska krafta sína til mótstöðu við áhrif Bandaríkjanna.

Hann ávarpaði á fimmtudag fund SCO-sambandsins, sem inniheldur ellefu Asíuþjóðir, og sagði þessi stórveldi á sviðum efnahags- og orkumála geta unnið vel saman.

Það getur gert SCO að sterku og áhrifamiklu efnahags-, stjórnmála- og viðskiptasambandi á svæðisbundinn og alþjóðlegan hátt, sem getur varist ógnunum ráðandi afla og ofbeldisfullum afskiptum þeirra í heimsmálum.

Forseti Rússlands var harðorður í garð Bandaríkjanna og hvatti til aukinna hernaðartengsla Asíuríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkum. Hann tók það einnig fram að allt stefndi í viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra.

Rússland hefur alltaf verið áreiðanlegur félagi Írans, sagði forsetinn, sem telur Írana eiga fullan rétt á að nýta kjarnorku á friðsamlegan hátt. Ahmadinejad bætti við að vinátta Írans og Rússlands væri náin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×