Erlent

Gagnrýna löggæslu landsins

Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi.

Talsmenn lögreglu vildu ekkert tjá sig um ásakanir gegn þeim um spillingu og valdníðslu, en fjölmargar slíkar ásakanir hafa borist þeim á seinustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×