Erlent

Koma upp nýju eldflaugavarnarkerfi

PAC-3  eldflaug skotið á loft við skotæfingu í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum.
PAC-3 eldflaug skotið á loft við skotæfingu í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum.

Yfirvöld í Japan og Bandaríkjunum hafa komið sér saman um að setja upp PAC-3 eldflaugar á herstöð Bandaríkjanna á eyjunni Okinawa í Japan. Ákvörðunin var tekin í ljósi meintra tilrauna Norður-Kóreumanna til að skjóta á loft eldflaug í tilraunaskyni.

PAC-3 eldflaugar eru hannaðar til að skjóta niður aðrar eldflaugar eða flugvélar og er þetta í fyrsta skipti sem talin er þörf á slíkum vörnum í Japan. Vopnin verða sett upp við fyrsta tækifæri en að auki bætast fimm til sex hundruð hermenn við hersveit Bandaríkjamanna á Okinawa.

Sem kunnugt er liggja N-Kóreu­menn undir þeim grun að hafa sett eldsneyti á eldflaug sem gæti náð til meginlands Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×