Erlent

G-8 gagnrýni skort á lýðræði

Mikhaíl Kasjanov
Mikhaíl Kasjanov

Mikhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað.

Vladimir Pútín forseti hefur aukið þrýsting á stjórnarandstæðinga og borgarana, styrkt völd ríkisins yfir ljósvakamiðlunum og staðið fyrir ákærum gegn kaupsýslumönnum, fræðimönnum og öðrum sem gagnrýna stjórnina, sagði Kasjanov.

Leiðtogar átta stærstu iðnríkja heims, þekkt sem G-8, munu funda í St. Pétursborg í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×