Erlent

Krefst rannsóknar á morði

Jan Eliasson Utanríkisráðherra Svíþjóðar vill að morð á sænskum myndatökumanni í Sómalíu verði rannsakað til hlítar.
Nordicphotos/afp
Jan Eliasson Utanríkisráðherra Svíþjóðar vill að morð á sænskum myndatökumanni í Sómalíu verði rannsakað til hlítar. Nordicphotos/afp MYND/Nordicphotos/afp

Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hvetur stjórnvöld í Sómalíu til að rannsaka með hraði morðið á sænska myndatökumanninum Martin Adler. Utanríkisráðherrann fordæmdi morðið og sagði að erlent fjölmiðlafólk væri augu alþjóðasamfélagsins í landinu.

Abdullahi Yusuf, forseti bráðabirgðarstjórnar Sómalíu, hringdi í utanríkisráðherrann eftir morðið í síðustu viku og vottaði honum samúð sína. Hann hét því þá að finna sökudólginn.

Adler var skotinn í bakið á fjöldafundi til stuðnings íslamistum, en þeir fara með raunveruleg völd í landinu. Þeir segja erlenda friðarspilla ábyrga fyrir morðinu; að það hafi átt að varpa skugga á hið góða verk sem þeir hafi unnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×