Sport

Vieira er áhyggjufullur

Vieira og félagar þurfa helst að vinna Tógó með tveimur mörkum eða meira í leiknum á morgun
Vieira og félagar þurfa helst að vinna Tógó með tveimur mörkum eða meira í leiknum á morgun

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af að franska landsliðið gæti þurft að fara heim eftir riðlakeppnina á HM eins og í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. Hann segist þó vera bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Tógó á morgun, þar sem franska liðinu dugir ekkert minna en sigur til að komast áfram.

"Stefna okkar er enn sú sama - við viljum verða heimsmeistarar. Það yrðu samt gríðarleg vonbrigði fyrir okkur ef við kæmumst ekki upp úr riðlakeppninni - meiri vonbrigði en árið 2002. Ég held samt að liðið nú sé í alla staði sterkara nú en þá og vonandi nægir það okkur til að komast áfram," sagði miðjumaðurinn sterki hjá Juventus, sem er einn sex leikmanna franska landsliðsins sem var í heimsmeistaraliðinu árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×