Erlent

Aldrei fleiri arabískunemar

Tvöfalt fleiri hafa sótt um arabískunám við Kaupmannahafnarháskóla í vetur en á síðasta ári. Telja ráðamenn að hér sé helst að þakka athygli fjölmiðla á deilum milli Austurlanda- og Vesturlandabúa undanfarið. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken í gær.

Ég held þetta sé sambland af vaxandi áhuga á Miðausturlöndum og því að fleiri börn innflytjenda sækja nú um háskólavist, segir Jakob Lange, yfirmaður skrifstofu skólans.

Jafnframt kemur fram að mun fleiri hafa sótt um nám í trúarbragðafræði í ár en áður, en á sama tíma sækja færri um nám í þýsku og frönsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×