Enski boltinn

McClaren vill fá Scholes aftur í landsliðið

Paul Scholes
Paul Scholes NordicPhotos/GettyImages

Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að Steve McClaren landsliðsþjálfari hafi sett sig í samband við Paul Scholes hjá Manchester United með það fyrir augum að fá hann til að taka landsliðsskóna fram að nýju í kjölfar þess að Owen Hargreaves fótbrotnaði um helgina.

"Þegar ég sá leik Manchester United og Celtic í meistaradeildinni í síðustu viku, sá ég svart á hvítu hvað enska landsliðið hefur saknað Paul Scholes mikið, því það er enginn betri í snöggum og styttri sendingum en hann í landinu. Fólk segir að hann sé búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna, en ég vona sannarlega að honum snúist hugur," sagði Venables.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×