Viðskipti innlent

Bakkavör á 40% inni miðað við mat

Bakkabræður, ágúst og lýður KB banki mælir með kaupum í Bakkavör.
Bakkabræður, ágúst og lýður KB banki mælir með kaupum í Bakkavör.

Greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum í Bakkavör og hækkar verðmat sitt úr 58,8 krónum á hlut í 62,5 krónur samkvæmt sjóðstreymislíkani. Telur bankinn að gott tækifæri hafi myndast til kaupa í Bakkavör en gengi Bakkavarar á mánudaginn stóð í 44 krónum á hlut. Er svigrúm til 42 prósenta hækkunar.

Veiking krónunnar á öðrum ársfjórðungi hefur jákvæð áhrif á virði Bakkavarar þar sem eignir og tekjur eru í pundum.

KB banki spáir Bakkavör 149 milljóna punda rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) í ár, sem samsvarar rúmum tuttugu milljörðum króna. Samkvæmt þessu meta fjárfestar Bakkavör á aðeins tæpa fimmfalda EBITDA, sem þykir lágt miðað við sömu tölur frá innlendum félögum sem gengið hafa kaupum og sölum á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×