Erlent

Genfarsáttmáli verður virtur

Bandaríkjastjórn hefur gjörbreytt afstöðu sinni til réttarstöðu fanga í Guantanamo.
Bandaríkjastjórn hefur gjörbreytt afstöðu sinni til réttarstöðu fanga í Guantanamo. MYND/Nordicphotos/afp

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að allir fangar í gæslu Bandaríkjahers verði héðan í frá meðhöndlaðir í samræmi við lágmarksstaðla Genfarsáttmálans. Þetta þýðir að fangar í Guantanamoherstöðinni verða ekki sóttir til saka fyrir herdómstólum eins og Bush-stjórnin hafði áætlað.

Ákvörðunin var tilkynnt í gær, tveimur vikum eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Bush-stjórnin hefði ekki rétt til að skipa herdómstóla, á þeim forsendum að slíkt væri hvorki í samræmi við alþjóðarétt né gert með leyfi Bandaríkjaþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×