Búlgarar hafa kallað sendiherra sinn í Finnlandi heim eftir að upp komst um meinta aðild hans að ólöglegri áfengissölu.
Utanríkisráðherra Búlgaríu, Ivailo Kalfin, ætlar jafnframt að fara fram á það við Georgi Parvanov forseta að Venel in Tsatchevski verði rekinn úr starfi sem sendiherra.
Endurskoðun á bókhaldi sendiráðsins kom upp um svikin, en sendiherrann seldi fólki sem ekki starfaði við sendiráðið áfengi. Málið er enn í rannsókn.