Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon 14. júlí 2006 07:00 Farþegar bíða Líbanar biðu upp á von og óvon á Rafik Hariri-flugvellinum í Beirút í Líbanon í gær, en flugvellinum var lokað eftir að Ísraelsher réðst á flugvöllinn með sprengjum. Flugvöllurinn er eini alþjóðlegi flugvöllur landsins. MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun. Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun.
Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira