Viðskipti innlent

Keyptu fyrir Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis. 10,19 prósenta hlutur fyrirtæksins ELL 33 ehf. í Pliva telst til þeirra 20,4 prósenta hluta sem Actavis ræður yfir.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. 10,19 prósenta hlutur fyrirtæksins ELL 33 ehf. í Pliva telst til þeirra 20,4 prósenta hluta sem Actavis ræður yfir.

Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva sendi í gær frá sér tilkynningu um að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, ELL 33 ehf., hafi keypt sem jafngildir 1.894.650 hlutum eða um 10,19 prósent af almennu hlutafé félagsins.

Að sögn Halldórs Kristmannssonar, almanna- og fjölmiðlatengslafulltrúa Actavis, keypti ELL 33 ehf. þessa hluti fyrir tveimur vikum og Actavis gerði um leið kaupréttarsamning um þá. Hann segir félagið sjálfstætt og ekki í eigu Actavis. Fleira fæst ekki upp gefið um fyrirtækið sem er ekki í Fyrirtækjaskrá sem bendir til þess að það sé nýtt. Í lok júní upplýsti Actavis að það réði með beinum eða óbeinum hætti yfir 20,8 prósentum hlutafjár í Pliva. Hlutirnir sem hér um ræðir voru þar með taldir.

Eftir rúman mánuð hefst formlegt þrjátíu daga söluferli á Pliva þar sem hluthöfum gefst færi á að meta hvorum þeir vilja selja bréf sín. Stjórn Pliva hefur lýst stuðningi við tilboð Barr. Halldór telur ekki að það muni hafa áhrif á ákvörðun hluthafa um sölu á sínum hlutum. Um sjötíu prósent þeirra séu alþjóðlegir fjárfestar utan Króatíu sem er fyrst og fremst umhugað um að fá gott verð fyrir sinn hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×