Erlent

Gagnrýndi bændastyrki

Vladimír Pútín á fundinum Gagnrýndi ríkustu löndin.
Vladimír Pútín á fundinum Gagnrýndi ríkustu löndin. MYND/AP

Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra.

Hann gaf í skyn að mörg ríkari löndin styrktu þróunarríkin frekar í orði en á borði, og sérstaklega í sambandi við landbúnað. „Þegar rætt er um þetta viðkvæma málefni, kemur í ljós að þeirra eiginhagsmunir eru mun mikilvægari en hagsmunir þróunarríkjanna.“ sagði Pútín, en hann verður í hlutverki gestgjafa á G8-fundi voldugustu iðnríkja heims, sem hefst í dag í Pétursborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×