Viðskipti innlent

Íslendingar atkvæða­­litlir í Atlantic Petrolium

Íslenskir aðilar eru ekki í hópi tuttugu stærstu hluthafa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum sem er skráð í Kauphöllina og lauk nýverið umfangsmiklu hlutafjárútboði. Þrír stærstu hluthafarnir, SP/F 14, TF Holding P/F og Föroya Sparikassi eiga meira en fimm prósent hlutafjár; fyrstnefnda félagið fer með 9,7 prósenta hluta.

Seldi Atlantic nýtt hlutafé að andvirði 121 milljónar danskra króna sem samsvarar um 1.550 milljónum króna. Greiningardeild KB banka telur niðurstöður útboðsins vera viðunandi þótt ekki hafi allt selst sem í boði var. Þátttaka var fjórum sinnum meiri en sú lágmarksupphæð sem að var stefnt. Fjárhæðin verður notuð til verkefna sem liggja við þróun á Ettrick-svæðinu í Norðursjó en jafnframt hefur Atlantic í hyggju að leita að heppilegum félögum til yfirtöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×